Show notes
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu á Laugardalsvelli, slök færanýting varð Íslandi hvað helst að falli í leiknum og draumurinn um að komast á EM í Þýskalandi er orðinn afskaplega fjarlægur. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn gerðu leikinn upp í Innkastinu og rýndu í framhaldið.