Show notes
Tiltalið er hlaðvarpssería þar sem við fáum til okkar bestu leikmenn landsins úr efstu tveim deildum bæði karla og kvenna í spjall og ræðum hina hliðina og ferilinn til þessa. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson og Haraldur Örn Haraldsson.Viðmælandi okkar að þessu sinni er leikmaður Vals og er Íslands-og Bikarmeistari með þeim, Arna Sif Ásgrímsdóttir. Við ræddum við hana um hina hliðina og tókum létta yfirferð á ferlinum til þessa.