Mál Málanna Podcast

Mál Málanna

Mál Málanna
Mál og dómar sem skipta máli í sögulegu ljósi. Skemmtilegir fræðsluþættir
Al-Kateb v Godwin - Hælisleitandi án heimaríkis
Gleðilegan bollu-mánudag! Í dag tölum við um Ástralska málið hans Ahmed Al-Kateb sem var hvergi ríkisborgari... við segjum annað en meinum hitt...??
Feb 15, 2021
30 min
O'Conner v. Donaldson - Geðraskaður maður sem vildi vera frjáls
Í dag segjum við ykkur frá Kenneth Donaldson sem var settur inn á geðdeild í Florída, átti að vera nokkrar vikur en breyttust í mörg ár! Ræðum einnig G-vítamín og #FreeBritney átakið!
Feb 8, 2021
27 min
Dunblane skotárásin - Breyting á byssu lögum í Bretlandi
Mánudagur, og spurningin okkar til ykkar er flúor eða floor?  Annars ætlum við að tala um Dunblane skotárásina í Skotlandi sem hafði áhrif á allt Bretland og setti fordæmi fyrir leyfum á byssum.  Förum líka inn á hvað Ástralía er með þetta og við ætlum klárlega þangað!
Feb 1, 2021
33 min
Roman Catholic of Brooklyn v. Cuomo - Kirkjuferðir í COVID-19
Hæ hó, betra seint en aldrei.  Í þætti vikunnar tölum við um kirkjuferðir í Covid-19, lög og bönn sem tengjast covid og hvernig hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi nýverið í máli sem snertir þessi mál.  Njótið vel og heyrumst í næstu viku!
Jan 25, 2021
28 min
Amber Viðvörunarkerfið - Saga Amber Hagerman
Gleðilegan mánudag! Nýr þáttur og hann er átakanlegur.  Við segjum frá máli Amber Hagerman sem var rænt fyrir 25 árum, og hvernig foreldrar hennar breyttu kerfinu til þess að bjarga öðrum börnum. Kristel er líka komin með nýja intro línu, hvað finnst ykkur? Minnum á Instagram @malmalanna og sendið okkur línu ef það er eitthvað!
Jan 18, 2021
23 min
R v R - Ákærður fyrir nauðgun á eiginkonunni
LOKSINS erum við mættar til Bretlands, þar segjum við ykkur frá R sem reyndi að áfrýja nauðgunardómi sínum því að eiginmenn geta ekki nauðgað konum sínnum??? Við vörum auðvitað við umræðu þáttarins. Instagrammið okkar @malmalanna ef það er eitthvað!
Jan 11, 2021
20 min
Little Sisters of the Poor vs. Pennsylvania - Sjúkratryggingar og getnaðarvarnir
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn og takk fyrir það gamla! Í fyrsta þætti ársins förum við yfir mál frá árinu 2020, þar sem nunnurnar í hópnum Little Sisters of the Poor vilja ekki að getnaðarvarnir séu hluti af sjúkratryggingum á þeirra vinnustað.  Við förum yfir Obamacare og líka Burwell v. Hobby Lobby frá árinu 2012. Minnum á okkur á Instagram, við elskum að heyra í ykkur @malmalanna
Jan 5, 2021
33 min
Michael H. v. Gerald D. - Réttur feðra
Gleðilegan máundag! Nú förum við yfir mál Stanley v. Illionis og svo auðvitað mál Michael H og Gerald D., en annar var líffræðilegur faðir Victoriu D en hinn var giftur móður hennar.... hver fær þá að kalla sig föður hennar samkvæmt lagalegum skilningi? Þetta er síðasti þátturinn sem við gefum út fyrir jól, svo við þökkum fyrir samfylgdina á þessu ári og sjáumst hress og kát í janúar 2021.  Gleðilegt afmæli (Malen og fleiri sem eiga afmæli í desember), gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár! Njótið hátíðarinnar elsku vinir!
Dec 7, 2020
28 min
Madison v. Alabama - Dauðarefsing fyrir geðbilaðan mann
Smá erfiður þáttur, mikið sem þarf að hugsa um og stór umræða!  Í þætti vikunnar tölum við um Ford v. Wainwright, Panetti v. Quarterman, 8undu lagabreytingu stjórnarskránnar og svo auðvitað mál Vernon Madison.  Minnum á Instagrammið okkar og endilega segið okkur hvað ykkur finnst, Kristel svarar ykkur!
Nov 30, 2020
39 min
Hverfisskólar á Íslandi 2010-2011
Jæja! Íslenskt mál um hverfisskóla eða forgangsskóla sem notast var við innritun í framhaldsskóla 2010 og 2011... og verður ekki endurtekið í bráð!
Nov 23, 2020
30 min
Load more