Nákvæmlega – Þegar Suðurland nötraði
Published November 16, 2018
|
69 min
  Download
  Add to queue
  Copy URL
  Show notes
  Skítamórall – Nákvæmlega
  Gestófíll: Sóli Hólm
  Fílalag fékk sérstakan gest til sín til að útskýra hinn mikla hamfarakrókódíl sem sunnlenska aldamóta-sveitaballapoppið var. Sóli Hólm mætti og nötraði er hann lýsti af áfergju stemningunni í raðhúsapartíi í Hveragerði árið 2000 og fílingnum sem skók allt Suðurlandið á árunum 1997-2002.
  Já. Þetta var einn stór jarðskjálfti og suðurlandsskjálftinn 17. júní árið 2000 (sem var eiginlegur jarðskjálfti) var nánast hlægilegur í samanburði. Þetta hófst upp úr miðri níunni og fer virkilega af stað í kringum 1997 þegar Land og Synir mæta með Vöðvastæltur og Skímó bongóar sig inn með Nákvæmlega.
  Fræðist. Fílið.
   15
   15
    0:00:00 / 0:00:00