If You Leave Me Now – Djúp Sjöa
Published June 16, 2017
|
52 min
  Download
  Add to queue
  Copy URL
  Show notes

  Í dag kafar Fílalag dýpra ofan í Sjöuna en nokkurn tíman áður. Farið er ofan í læstar hirslur úr dánarbúi Ingólfs í Heimsferðum og sebraskinns-teppið „If You Leave Me Now“ með hljómsveitinni Chicago, grafið upp.

  Hér er um að ræða tólf strengja kassagítar, Fender Rhodes, mjúka strengi og silkihúðað brass-sánd að ógleymdum parasetamól-maríneruðum raddböndum Peter Cetera. Þetta er sjöa eins og hún gerist dýpst.

  Setjið á ykkur óþægileg sólgleraugu, rótið í arninum. Njótið. Fílið. Djúpfílið.

   15
   15
    0:00:00 / 0:00:00