Legvarpið Podcast

Legvarpið

Stefanía Ósk Margeirsdóttir
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.
Ljósmæður líta um öxl: Guðrún Guðbjarts
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestur dagsins er Guðrún Guðbjartsdóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum á Suðurnesjum. Ferill Guðrúnar á Ljósmæðravakt HSS spannar 47 ár og fer hún yfir hápunkta og skemmtilegar sögur í viðtali dagsins. Ljósmæðra-áhuginn, námsárin, samblandan við einkalífið, uppáhalds ljósubarnið, sorgir og sigrar. Það er áhugavert að heyra frá breytingum og þróun á starfsháttum og menningu í kringum fæðingar á þessum tíma, og ekki síður magnað að heyra frá því sem ekki breytist í aldanna rás þegar ljósmæðralistin er annars vegar.
Jan 9, 2024
56 min
Þegar ljósmóðir eignast barn
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þetta sinn fá Legvörpur ekki til sín gest heldur beinist hljóðneminn að Stefaníu sem leysir frá skjóðunni. Hún segir sína reynslusögu af því að ganga með og fæða barn sem ljósmóðir. Hvernig er það að upplifa þetta sjálf á eigin skinni eftir að hafa fylgt ótal konum í gegnum ferlið? Hvað kom á óvart? Hvenær var ljósmæðraþekkingin gagnleg.. eða þvældist hún einhverntíman fyrir? Komið með í þetta magnaða ferðalag, allt frá tilfinningarússíbananum sem fylgir óráðgerðri þungun yfir í kraftmikla heimafæðingu með nágrannana á vorhreingerningardegi fyrir utan gluggann.
Oct 31, 2023
1 hr 31 min
Sitjandi fæðingar með Kamillu
English below// Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er danski fæðingarlæknirinn Kamilla Gerhard Nielsen sem fjallar af sinni fagmennsku og einstöku yfirvegun um sitjandi fæðingar og allskyns fróðleik sem tengist hinni sjaldgæfu sitjandi stöðu. Kamilla fræðir okkur um sérþekkingu sína og reynslu af “Upright breech” eða sitjandi fæðingum í uppréttri stöðu, útkomur, upplifun, fræðslu til foreldra og kennslu starfsfólks. Spjallið fer á flug um sögu, menningu, tölfræði og tilfinningar þegar sitjandi fæðingar eru annars vegar, sem einkennist af bæði trú og auðmýkt. // The midwives Stefanía and Sunna talk to the danish obstetrician and pioneer Kamilla Gerhard Nielsen about upright breech birth. In this episode, Kamilla shares with us her knowledge and experience of the upright breech concept along with statistics and outcomes. She also educates us on how health care staff is trained so everyone feels safe, the staff and the parents and how parents are informed about this rare presentation so they can take an informed decision about their birth. Kamilla also sheds light on spiritualism, culture and emotions regarding the fascinating breech birth. Come and listen to this episode with us about upright breech birth with the humble brilliant obstetrician, Kamilla Gerhard Nielsen
Jul 21, 2023
50 min
Kristbjörg og Amish konurnar í Pennsylvaníu
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af ljósmæðrastörfum með Amish fólki í Lancaster sýslu í Pennsylvania fylki Bandaríkjanna. Kristbjörg dregur upp mynd af lífi Amish fólksins sem einkennist af einfaldleika, sjálfbærni og nægjusemi, allt frá klæðaburði til farartækja. Einnig talar hún um viðhorfi kvennanna til barneigna og menninguna í kringum fæðingar, þar sem hin mikla trú á kvenlíkamanum og móður náttúru ræður ríkjum.
Jul 3, 2023
1 hr 13 min
Icelandic maternity care for women of foreign origin
Íslenska neðar// The midwives Stefanía Ósk and Sunna María are back and for the first time in English, a language they aren't that great in but thankfully Edythe M. Mangindin, did most of the talking. In this episode, Edythe, a woman of many titles but first and foremost a Filipino-American-Icelandic wife, mother, nurse and midwife, talks about the outcomes and experience of foreign women who receive maternity care in Iceland. How do we ensure respectful, safe and equal care for women of foreign origin? This and other important questions will be discussed in today's episode. //Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu og spreyta sig í fyrsta sinn á ensku. Gestur þáttarins er hin reynslumikla og sprenglærða ljósmóðir Edythe Mangindin sem ræðir við Legvörpur um málefni erlendra kvenna í barneignarferlinu á Íslandi, og því er þátturinn að sjálfsögðu á ensku. Edythe fjallar um niðurstöður rannsókna og fer meðal annars yfir fæðingar-útkomu og upplifun kvenna af fæðingum og barneignarferlinu. Hverjar eru helstu hindranir tengdar aðstæðum og kerfinu og hvernig tryggjum við jafna, örugga og einstaklingsmiðaða þjónustu? Túlkaþjónusta, réttindamál, félagsleg tengsl, menningarhæfni og margt fleira með Edythe. Komið með og látum orðið berast til enskumǽlandi kvenna!
Sep 21, 2022
1 hr
Hulda Þórey í Hong Kong
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Hulda Þórey Garðarsdóttir sem deilir með okkur sögunni af því hvernig leiðir hennar lágu frá Kópaskeri í ljósmóðurfræði og þaðan til Hong kong. Þar bjó Hulda Þórey ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár og segir okkur skrautlegar sögur af þvi hvernig hún sigraðist á hinum ýmsu hindrunum sem nýútskrifuð ljósmóðir í þessari merkilegu borg þar sem fólk úr ólíkum áttum og allskyns menningarheimum mætast. Fljótlega tók Hulda yfir rekstur á fyrirtækinu Annerley og sinnti þar með ýmiskonar ljósmæðraþjónustu fyrir fjölskyldur á meðgöngu og eftir fæðingu. Hulda deilir með okkur stórskemmtilegum minningum og sögum, allt frá heimafæðingu í einstökum aðstæðum á aðfangadag yfir í fylgjuna í framsætinu sem bjargaði henni úr klóm lögreglunnar. Komið með í litríkt ferðalag til Hong Kong!
Jun 13, 2022
1 hr 25 min
Kristín Rut á Fósturgreiningardeild
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er Kristín Rut Haraldsóttir, sérfræðiljósmóðir á Fósturgreiningardeild Landspítalans. Kristín segir skemmtilegar sögur af uppbyggingu fósturgreiningar-þjónustu á norðurhjara veraldar á tímum tækniframfara. Einnig ræðir hún við Legvörpur um fjölbreytta starfsemi deildarinnar, siðferðislegar vangaveltur í tengslum við fósturskimanir og framtíðardrauma. Það er erfitt að hrífast ekki með ástríðu þessarar ótrúlegu hugsjónarkonu. Hverjar eru þessar konur sem sitja dagana langa á kollum í myrkvuðum sónarherbergjum og rýna á skjáinn? Komiði með!
Jan 6, 2022
1 hr 11 min
Vatnsfæðingar
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er ljósmóðirin Sigurveig Ósk Pálsdóttir, betur þekkt sem Ósk og ræðir hún við Legvörpur um vatnsfæðingar. Ósk tekur okkur með inní draumkennt andrúmsloft vatnsfæðingarinnar þar sem ljósmæðra-listin fær að leika lausum hala. Vilt þú vita hver ávinningur vatnsbaða er á ólíkum stigum fæðinga, hvernig þetta allt saman virkar og hvers vegna í ósköpunum sumar konur kjósa að fæða börnin sín ofan í baðkörum? Þá ertu á réttum stað!
Dec 24, 2021
1 hr 16 min
Ljósmæðralíf: Anna Rut í Palestínu
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er hin eina sanna Anna Rut Sverrisdóttir sem deilir með okkur sögum af aðúnaði palestínskra ljósmæðra og fæðandi kvenna í Betlehem. Anna Rut dregur upp magnaða mynd af ljósmæðralífinu, allt frá ferð sinni til vinnu frá Jerúsalem í gegnum varðstöðvar ísraelshers, að frumlegum aðferðum við að laga rótsterkt arabískt kaffið sem var ómissandi á kaffistofu ljósmæðranna. Komið með í magnað ferðalag til Palestínu!
Sep 29, 2021
1 hr 8 min
Ljósmæðralíf: Hólmfríður Garðarsdóttir á hamfara- og átakasvæðum í 27 ár
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir eða Hófí eins og hún er kölluð. Í viðtalinu segir hún frá störfum sínum sem sendifulltrúi hjá Rauða Krossinum og reynslu sinni af því að vera ljósmóðir á hamfara- og átakasvæðum víðsvegar um heiminn auk þess að taka þátt í þróunarverkefnum. Meðal þeirra landa sem hún hefur starfað í síðastliðin 27 ár eru Afganistan, Bosníu-Hersegovína, Mósambík, Malaví, Suður-Súdan, Norður-Kórea, Úkraína, Íran og Írak. Það er ótrúlegt að heyra af lífi eða öllu heldur lífsstíl Hófíar sem er alltaf klár þegar kallið kemur, gjarnan með stuttum fyrirvara. Hún hefur vægast sagt magnaðar sögur að segja af aðstæðum kvenna í barneign þar sem oft þarf að beita útsjónarsemi til að yfirstíga hinar ýmsu hindranir. Hnetumauk í Súdan til þess að bæta upp fyrir blóðleysi, soðna ýsan á Íslandi til að kjarna sig þegar heim er komið og allt þar á milli með Hófí. Komið með!
May 29, 2021
1 hr 45 min
Load more