Fílalag
Fílalag
Fílalag
Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.
Da Funk – Skothelt, skyggt gler
Daft Punk – Da Funk Endurtekningin. Lífsleiðinn. Gljáinn. Feimnin, friggðin, nostalgían. Jökullinn hopar. Evrópa ropar. Sykurpúðar, stúdíólúðar, Christian Dior blússur liggja eins og hráviði fyrir framan kennslustofuna þar sem enfant terrible úr stúdentaóeirðunum ’68 ætlar að kenna þér kynferðislega geómatríu. Daft Punk eru kontrapunktur kapítalismans. Endurvinnslustöð og endastöð. Allir fíla.
Jan 22
1 hr 7 min
White Rabbit – Nærðu huga þinn
Jefferson Airplane – White Rabbit San Francisco 1967. Reipi undir smásjánni. Rannsóknarlögreglumenn frá FBI með hlerunarbúnað í hvítum sendiferðarbílum. Drullugir hippar. Satan stutt frá. Maður í skyrtu með víðum 19. aldar ermum siglir niður Thames, sér sefið, sér froskana, lirfurnar. Hann gleypir flugu. Nett tign í sírisi. Frændi Charlie Chaplin loðnari en fjallagórilla. Fimm hundruð […]
Jan 15
1 hr 2 min
Feel – Svarthvítt bað
Feel – Robbie Williams Bootcut gallabuxur. Sperrt mjóbak. Diesel auglýsing. Stóðhestur kældur í baði.Robbie Williams var ungur þegar hann mætti með augabrýrnar sínar og þrátt fyrir mikla kókanínneyslu og allskonar ólifnað, þá er hann ennþá jafn sperrtur og ný upptrekktur gormur.Hér er farið yfir allt það helsta. Manchester heimspekina, hestagredduna og keisaradæmi bjórglasabotnsins. Robbie Williams […]
Jan 8
1 hr 14 min
Jólin alls staðar – Geimvera krufin í kjallara Búnaðarbankans í Austurstræti
Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson – Jólin alls staðar Okkar fallegasta jólalag er tekið fyrir í dag. Það voru hjónin Jóhanna G. Erlingsson og Jón „Bassi” Sigurðsson sem eru höfundar hins eilífa og unaðslega verks Jólin alls staðar, en verkið var sungið af systkinunum Ellý og Villa Vill á jólaplötu þeirra sem gefin var út […]
Dec 22, 2020
1 hr 5 min
Euphoria – Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður
Loreen – Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað í skálar í húsi í Kórahverfinu. Evrópa, ertu vakandi, Evrópa, sefur þú? Gervisnjókornavél er flutt með FedEx sendibíl. Bílstjórinn hlustar á fréttastúf um kjaraviðræður. Himnar opnast og sól lemur sig niður […]
Dec 10, 2020
57 min
Stand By Me – Konungleg upplifun
Ben E. King – Stand By Me Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera konungur en veist ekkert um pólitík eða hernað og hreinlega nennir ekki að klæða þig í purpurarauða skikkju og setja upp kórónu? Það er allt í lagi. Því þú getur orðið […]
Dec 4, 2020
53 min
Kinky Afro – Þriggja daga lykt
Happy Mondays – Kinky Afro Brútalismi. Gráir veggir. Steinsteypa. Rigning. Vond hárgreiðsla. Bryðjandi kjálkar. Vond nærvera. Sveittar nasir. Engin markmið. Engar vonir. Engin reisn. Engin niðurstaða. Ekkert í gangi. Nema ALLT. Happy Mondays er skilgreiningin á losta. Skaðræði. Fryst hjörtu í leit að blossa.
Nov 26, 2020
1 hr 5 min
Don’t Get Me Wrong – Hindin heilaga
The Pretenders – Don’t Get Me Wrong Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t Get Me Wrong” árið 1986. Þessi ameríska söngkona flutti ung til Bretlands og drakk í sig pönksenuna og stofnaði þar band sitt, sem átti eftir að verða geysivinsælt bæði í Bretlandi […]
Nov 19, 2020
1 hr 2 min
Sister Golden Hair – Filter Última
America – Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt hár. Þurr kynging. Klístraðir lófar. Panilklæddir veggir, panilklæddir bílar, panilklædd samviska þjóðar. Beltissylgja spennt. Nál stillt. Fótur á pedal. Skyggð gleraugu á grímu. Gullslegin tálsýn í farþegasætinu. Er hún til eða […]
Nov 6, 2020
52 min
The Best – Það allra besta
Tina Turner – The Best Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð keypti mánaskeindan landann. Sýndi öllum hvað það er að lifa af. Sýndi öllum heiminum hvað það […]
Nov 2, 2020
56 min
Load more